Centrum Języka Islandzkiego (Miðstöð íslenskrar tungu) er einkarekið fyrirtæki sem hefur aðsetur sitt í Kraká í Póllandi. Eigandi fyrirtækisins er Marta Bartoszek.

Marta Bartoszek

Ég er tvítyngd og hef bæði pólsku og íslensku að móðurmáli. Ég er fædd í Póllandi en ólst upp á Íslandi og bjó þar í 15 ár. Ég útskrifaðist með stúdentspróf úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og þar næst með M.A. gráðu í rússnesku frá Jagielloński háskólanum í Kraká. Ég hef starfað sem þýðandi í mörg ár og unnið m.a. fyrir íslenska skóla og opinberar stofnanir. Árið 2008 byrjaði ég einnig að kenna íslensku og hafa námskeiðin verið mjög vinsæl meðal háskólanema í Kraká. Árið 2011 vann ég í Utanríkisráðuneyti Póllands þar sem ég sá um að aðstoða opinberar sendinefndir á ensku, íslensku og rússnesku. Ég er einnig meðhöfundur að íslensk-pólski orðabók sem kom út á Íslandi árið 2006 og höfundur að minnisspjöldum til íslenskunáms sem komu út árið 2013.


Hafa samband:
Centrum Języka Islandzkiego
Marta Bartoszek
ul. Na Błonie 9a m 94
30-147 Kraków

s. +48 664 288 538
NIP: 9452053643
REGON: 122512151